5. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:10
Erna Indriðadóttir (EI) fyrir Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:10
Heiða Kristín Helgadóttir (HKH), kl. 09:10
Ingibjörg Þórðardóttir (IÞ) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 09:10
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:10
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:10
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:10

JónG boðaði forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kl. 09:10
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir kom á fundinn og kynnti þingmál löggjafarþingsins. Með henni voru Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðstoðmaður hennar og Ingvi Már Pálsson og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

3) Önnur mál Kl. 09:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:45